World Burger Tour 2025 keppnin er hafin!

Gestir Hard Rock um allan heim geta nú smakkað nýja og ljúffenga hamborgara sem keppast um að verða besti borgarinn árið 2025. Fyrst um sinn er hver borgari einungis í boði á sínum upprunalega stað en þegar líður á keppnina verða mest seldu borgararnir í sölu á öllum Hard Rock stöðunum og að lokum stendur einn borgari uppi sem sigurvegari!

Ekki láta íslenska keppnisborgarann fram hjá þér fara!

Framlag Hard Rock Reykjavík í ár er Volcanic Smash borgari.
Tvöfaldur smash-borgari með cajun-kryddi og cheddar-osti, staflaður með beikoni, stökku salatblaði, safaríkum tómat og toppaður með BBQ-sósu og Lavaflow-sósunni okkar.
Safaríkur og kryddaður virðingarvottur við íslenskar, svartar strandir og rennandi hraun. Borinn fram með frönskum og Chipotle-majónesi.

Hard Rock í hjarta Reykjavíkur

Hard Rock Cafe Reykjavik hefur verið á besta stað í miðbænum síðan 2016.
Á matseðlinum finna allir eitthvað við sitt hæfi enda samanstendur hann af fjölbreyttum og ljúffengum réttum. Sumir þeirra eru fyrir löngu orðnir klassískir eins og Original Legendary® borgarinn og bragðgóðu Bourbon rifin.
Við bjóðum einnig upp á mikið úrval hanastéla, annarra drykkja og auðvitað einstakra eftirrétta.

Upp um alla veggi er að finna merkilega hluti úr rokksögunni og í Rock Shop er svo fjölbreytt úrval af rokkvarningi og minjagripum fyrir alla alvöru Hard Rock aðdáendur.

Við tökum vel á móti ykkur í Hard Rock stemningu sem stendur alltaf fyrir sínu!

Til þess að panta borð fyrir fleiri en 9, vinsamlegast sendið tölvupóst á GROUPS@HRCREYKJAVIK.COM
Þú finnur okkur á Facebook og Instagram og getur heyrt í okkur í síma 5600803

Alvöru afmælistrít

Afmæli sem rokkar

Öll afmælisbörn sem fagna deginum hjá okkur fá afmælisís í eftirrétt og afmælisglaðning í Hard Rock búðinni.
Haltu upp á afmælið á Hard Rock.

Magnað miðvikudagstilboð

Allir hamborgarar á 1990 kr. – alla miðvikudaga!

Frá 1971 hefur Hard Rock boðið göðsögnum sem elska
góðan mat og rokk & ról upp á hamborgara. Við
erum stolt af því að bjóða upp á 100% hágæða
úrvals nautakjöt í borgurunum okkar.
Pantaðu borð núna.

Hamingja á Happy Hour

Happy hour í alvöru stemningu alla daga milli 16:00 og 18:00.

Klassísk Hard Rock hanastél henta við hvaða tilefni sem er. Sætir, súrir og ferskir drykkir – eitthvað fyrir alla sem elska góða kokteila.
Fyrir hverju ætlar þú að skála?